LbhÍ er mennta- og rannsóknarstofnun á sviði náttúrunýtingar og umhverfisfræða. Við leggjum áherslu á verndun og sjálfbæra nýtingu auðlinda, skipulagsmál, menningu og sjálfbæra þróun. Námið er bæði fjölbreytt og vandað, auk þess sem öflugar rannsóknir eru stundaðar við skólann. LbhÍ er lítill skóli og það markar honum sérstöðu meðal íslenskra háskóla.

Andrúmsloftið í skólanum er persónulegt, félagslífið er öflugt og rík hefð fyrir samvinnu nemenda bæði innan skólans og utan. Langar þig að slást í hópinn? Sæktu um nám við LbhÍ fyrir 5. júní. Hægt er að skoða fjölbreytt og spennandi námsframboð hérna neðar á síðunni.

Grunnnám BS

Framhaldsnám MS

NÁTTÚRU- & UMHVERFISFRÆÐI
SKIPULAGSFRÆÐI MS
Umhverfis­breytingar á norðurslóðum

Starfsmenntanám