Landbúnaðarháskóli Íslands er mennta- og rannsóknastofnun á sviði náttúrunýtingar og umhverfisfræða. Áhersla er lögð á verndun og sjálfbæra nýtingu auðlinda landsins, skipulagsmál, menningu og sjálfbæra þróun. Skólinn veitir fræðslu og vísindalega þjálfun fyrir fagfólk í landbúnaði og skyldum greinum. Námið er fjölbreytilegt og vandað en við skólann eru einnig stundaðar öflugar rannsóknir.
Skólinn er lítill og það markar honum sérstöðu meðal háskóla á Íslandi. Andrúmsloft kennslunnar er persónulegt, félagslífið er öflugt og rík hefð er fyrir því að nemendur vinni sameiginlega að úrlausn verkefna bæði innan skólans og utan. Deildir LbhÍ eru staðsettar á Hvanneyri, Reykjum í Ölfusi og á Keldnaholti í Reykjavík. Á Hvanneyri gefst nemendum kostur á að búa á nemendagörðum sem bjóða upp á húsnæði sem spannar allt frá einstaklingsherbergjum upp í fjögurra herbergja íbúðir. Í þorpinu er góður leikskóli og yngri deildir grunnskóla.
„Ég hélt alltaf að ég þyrfti að velja á milli þess að fara í listnám eða raunvísindi en brautin sem ég hef farið í umhverfisskipulaginu leyfir mér að sameina þessi tvö áhugasvið.“
Hvort sem þú hefur áhuga á að rækta matjurtir, blóm eða tré þá lærir þú það á Reykjum. Þar er líka hægt að læra blómaskreytingar og skrúðgarðyrkju, sem er löggild iðngrein.
Miðstöð háskólanámsins, skrifstofur og stjórnsýsla skólans er á Hvanneyri. Þar fer öll kennsla tengd búfræði fram, námið er á starfsmenntasviði, staðarnám og fjarnám.
Á Keldnaholti í Reykjavík er aðalaðsetur rannsóknasviðs LbhÍ. Kennsla á meistaranámsbraut í skipulagsfræði fer einnig fram þar.
„Valfrelsið sem ég fékk innan námsbrautarinnar gaf mér tækifæri á að móta mína eigin framtíð sjálfur og finna þannig það sem ég vil vinna við eftir útskrift.“
Nýting náttúrunnar, verndun hennar og viðhald er mál sem snertir okkur öll og með nýrri þekkingu og frumkvöðlastarfi má gera hlutina á arðbæran hátt. Nám við LbhÍ er tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á náttúru Íslands, umhverfismálum, sjálfbærni, búvísindum og matvælaframleiðslu.Náttúran er einstök.
„LBHÍ er með ótrúlega góð tengsl við flotta háskóla víða um heim og eftir að ég kláraði BS-námið hér komst ég inn í draumaframhaldsdnámið í Lundi.“
Nemendur fá kennslu og þjálfun í öllum helstu aðferðum við meðhöndlun og notkun blóma í blómaskreytingum. Ítarlega er farið yfir form- og litafræði og nemendur vinna með öll algengustu stílbrigði blómaskreytinga. Nemendur fá innsýn í rekstur blómaverslana og læra að setja fram vörur í verslunum. Blómaskreytar geta starfað sjálfstætt eða tekið að sér rekstur blómaverslunar eða verslunarstjórn.
Markmið búfræðináms er að auka þekkingu og færni einstaklingsins til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf, ekki síst á sviði rekstrar, bútækni, jarð- og búfjárræktar. Búfræðingur sér um fóðrun, hirðingu og meðferð dýra, býr yfir þekkingu og færni í notkun og umhirðu landbúnaðartengdra véla, þekkingu á þörfum landbúnaðarins og þekkingu á ræktun og nýtingu plantna til fóðuröflunar og beitar. Námið er góður undirbúningur til framhaldsnáms á sviði almennra náttúruvísinda, búvísinda og dýralækninga.
Garðyrkjufræðingar af þessari braut starfa í garð- og skógarplöntustöðvum við uppeldi og sölu plantna, hjá sveitarfélögum eða við margvísleg garðyrkjustörf. Auk grunngreina í plöntulífeðlisfræði, jarðvegs- og áburðafræði, læra nemendur um allar helstu tegundir garð- og skógarplantna í ræktun, auk matjurta og ávaxtatrjáa.
Stóraukin eftirspurn er eftir afurðum framleiddum með lífrænum aðferðum þannig að atvinnumöguleikar eru miklir að loknu námi. Lífrænar aðferðir við framleiðslu matjurta eru í forgrunni námsins, en nemendur læra líka um mismunandi ræktunarstefnur, býflugnarækt til hunangsframleiðslu og úrvinnslu afurða.
Í náminu er kennt allt er viðkemur nýbyggingu, viðhaldi og endurgerð lóða af ýmsum stærðum og gerðum, hvort sem það er einkagarðurinn eða stór opin svæði. Skrúðgarðyrkjunemar læra auk þess öll helstu undirstöðufög garðyrkjunnar eins og grasafræði, jarðvegsfræði, plöntulífeðlisfræði, plöntuvernd, rekstrar- og markaðsfræði og plöntuþekkingu á trjám, runnum og garðblómum.
Námið veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að skógrækt og umönnun umhverfis. Kenndar grunngreinar náttúrufræði, svo sem jarðvegs- og áburðarfræði, plöntuþekking, plöntulífeðlisfræði, vistfræði og umhverfisfræði. Einnig er fjallað ítarlega um skógrækt, nýtingu skógarafurða, skjólbelti, útivistarsvæði og friðlönd.
Framleiðsla matvæla í gróðurhúsum er ört vaxandi grein og mikil þörf fyrir vel menntað garðyrkjufólk. Nemendur læra um framleiðslu margvíslegra afurða í gróðurhúsum, svo sem matjurta, afskorinna blóma og pottaplantna. Námið er verklegt og bóklegt og að því loknu hlýtur nemandi starfsheitið garðyrkjufræðingur.
Nám í búvísindum veitir undirbúning fyrir margvísleg störf tengd landbúnaði, svo sem búrekstur, þjónustu, leiðbeiningar, kennslu og rannsóknir. Landbúnaðarframleiðsla og ræktun lands eru veigamiklir þættir í búvísindanáminu. Námið er góð undirstaða fyrir framhaldsnám og vísindastörf á sviði landbúnaðarfræða.
Innihaldsríkt, alhliða nám sem byggist á blöndu af bóklegu námi og verklegum áföngum. Hestafræði skaðar traustan þekkingargrunn á öllum sviðum hestafræða þar sem tekist er á við efnahagsleg, líffræðileg og tæknileg skilyrði búfjárhalds og landnýtingar með sérhæfingu í ræktun og meðferð hrossa. Sérstök áhersla er lögð á íslenska hestinn í náminu.
Veitir nemendum grunnþekkingu á íslenskri náttúru, náttúrufari og vistkerfum. Áhersla er lögð á breiða, þverfaglega og vistfræðilega nálgun og er sérstaklega fjallað um samspil manns og náttúru og sjálfbæra nýtingu náttúrunnar. Nemendur geta valið á milli fjögurra námsleiða: Almenn náttúrufræði, náttúrunýting, þjóðgarðar – verndarsvæði og náttúra og saga.
Uppistaða námsins er sjálfbær nýting náttúruauðlinda með megináherslu á tvo flokka landnýtingar; skógrækt og endurheimt landgæða. Boðið er upp á tvær námslínur, skógfræði og landgræðslufræði. Lögð er áhersla á að veita nemendum traustan vísindalegan grunn og um leið að búa þá sem best undir störf sem fræðimenn, stjórnendur eða sjálfstæðir atvinnurekendur.
Námið á landslagsarkitektúr fæst við samspil skipulags, íslenskar náttúru, félagslegra þátta og hönnunar. Fléttað er saman námsgreinum á sviðum náttúruvísinda, skipulags og hönnunar þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni, vistvæna nálgun auk sérstöðu náttúru og samfélags. Námið byggist upp á náttúrutengdum fögum líkt og jarðvegsfræði, grasafræði og vistfræði í bland við greinar eins og teikningu, kortafræði, skipulagsfræði og tölvustudda hönnun.
Nám í búvísindum veitir undirbúning fyrir margvísleg störf tengd landbúnaði, svo sem búrekstur, þjónustu, leiðbeiningar, kennslu og rannsóknir. Landbúnaðarframleiðsla og ræktun lands eru veigamiklir þættir í búvísindanáminu. Námið er góð undirstaða fyrir framhaldsnám og vísindastörf á sviði landbúnaðarfræða.
Innihaldsríkt, alhliða nám sem byggist á blöndu af bóklegu námi og verklegum áföngum. Hestafræði skaðar traustan þekkingargrunn á öllum sviðum hestafræða þar sem tekist er á við efnahagsleg, líffræðileg og tæknileg skilyrði búfjárhalds og landnýtingar með sérhæfingu í ræktun og meðferð hrossa. Sérstök áhersla er lögð á íslenska hestinn í náminu.
Veitir nemendum grunnþekkingu á íslenskri náttúru, náttúrufari og vistkerfum. Áhersla er lögð á breiða, þverfaglega og vistfræðilega nálgun og er sérstaklega fjallað um samspil manns og náttúru og sjálfbæra nýtingu náttúrunnar. Nemendur geta valið á milli fjögurra námsleiða: Almenn náttúrufræði, náttúrunýting, þjóðgarðar – verndarsvæði og náttúra og saga.
Skipulagsfræði er sjálfstæð fræðigrein, en henni tengist fjöldi annarra faggreina svo sem lögfræði, félagsfræði, hagfræði, landfræði, náttúrufræði, sagnfræði, arkitektúr og verkfræði. Mikilvægt er að skipulagsfræðingar á Íslandi hafi aflað sér þekkingar á náttúrufari, veðurfari, samfélagi, hagkerfi, lagaumhverfi, tækni, menningu, fagurfræði, sögu landsins, byggðarþróun og innri gerð byggðar. Námsbrautin er með sjálfbæra þróun og sköpun lífvænlegs umhverfis að leiðarljósi. Lögð er áhersla á gagnrýna skipulagshugsun.
Uppistaða námsins er sjálfbær nýting náttúruauðlinda með megináherslu á tvo flokka landnýtingar; skógrækt og endurheimt landgæða. Boðið er upp á tvær námslínur, skógfræði og landgræðslufræði. Lögð er áhersla á að veita nemendum traustan vísindalegan grunn og um leið að búa þá sem best undir störf sem fræðimenn, stjórnendur eða sjálfstæðir atvinnurekendur.
Vistkerfi og samfélög norðurslóða breytast með síauknum hraða. Þetta er vegna breytts loftslags, breyttrar landnýtingar, meiri ferðamannastraums, aukinna viðskipta og flutninga landa á milli sem og annarra hagrænna breytinga.
Þessi nýja alþjóðlega meistaranámsbraut (EnCHiL Nordic Master) býður upp á hágæða rannsóknatengt framhaldsnám á fræðasviði umhverfisfræða ásamt hagnýtri reynslu á Grænlandi, Íslandi og á öðrum Norðurlöndum.
Landbúnaðarháskóli Íslands býður upp á vandaðar fjarnámslausnir í flestum námsgreinum háskóladeilda. Þetta veitir nemendum mikið frelsi til að stunda námið óháð staðsetningu. Allir fyrirlestrar í staðnámi eru teknir upp og fjarnámsnemar vinna öll sömu verkefni og staðarnemar. Skyldumæting er í verklegum vikum en að öðru leyti er engin mætingarskylda í fjarnámi.