Landbúnaðarháskóli Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands er mennta- og rannsóknastofnun á sviði náttúrunýtingar og umhverfisfræða. Áhersla er lögð á verndun og sjálfbæra nýtingu auðlinda landsins, skipulagsmál, menningu og sjálfbæra þróun. Skólinn veitir fræðslu og vísindalega þjálfun fyrir fagfólk í landbúnaði og skyldum greinum. Námið er fjölbreytilegt og vandað en við skólann eru einnig stundaðar öflugar rannsóknir.

Skólinn er lítill og það markar honum sérstöðu meðal háskóla á Íslandi. Andrúmsloft kennslunnar er persónulegt, félagslífið er öflugt og rík hefð er fyrir því að nemendur vinni sameiginlega að úrlausn verkefna bæði innan skólans og utan. Deildir LbhÍ eru staðsettar á Hvanneyri, Reykjum í Ölfusi og á Keldnaholti í Reykjavík. Á Hvanneyri gefst nemendum kostur á að búa á nemendagörðum sem bjóða upp á húsnæði sem spannar allt frá einstaklingsherbergjum upp í fjögurra herbergja íbúðir. Í þorpinu er góður leikskóli og yngri deildir grunnskóla.

Silja Yraola
Silja Yraola

„… við erum alltaf í sambandi þó við hittumst bara nokkrum sinnum á ári“

„Frábærir fjarnámsmöguleikar við skólann hafa gert mér kleift að stunda námið af krafti þó ég hafi verið stödd annars staðar á landinu, jafnvel á ferðalagi erlendis.“

Starfsstöðvar Lbhí eru þrjár:

Reykir

Hvort sem þú hefur áhuga á að rækta matjurtir, blóm eða tré þá lærir þú það á Reykjum. Þar er líka hægt að læra blómaskreytingar og skrúðgarðyrkju, sem er löggild iðngrein.

Hvanneyri

Miðstöð háskólanámsins, skrifstofur og stjórnsýsla skólans er á Hvanneyri. Þar fer öll kennsla tengd búfræði fram, námið er á starfsmenntasviði, staðarnám og fjarnám.

Keldnaholt

Á Keldnaholti í Reykjavík er aðalaðsetur rannsóknasviðs LbhÍ. Kennsla á meistaranámsbraut í skipulagsfræði fer einnig fram þar.

Kristin Eva Einarsdóttir
Kristin Eva Einarsdóttir

„… veitti mér frelsi til að vera ég sjálf“

„Fljótlega eftir að ég hóf nám við LbhÍ fann ég að ég var komin á rétta hillu og það gaf mér mikið að geta notið mín í þessu sterka samfélagi sem skólinn býður upp á.“

SJÁLFBÆRNI | HAGSÆLD | FRAMSÆKNI

Snúðu vaxandi áskorunum í umhverfismálum og matvælaframleiðslu þér í vil.

Nýting náttúrunnar, verndun hennar og viðhald er mál sem snertir okkur öll og með nýrri þekkingu og frumkvöðlastarfi má gera hlutina á arðbæran hátt. Nám við LbhÍ er tilvalið fyrir þá sem hafa áhuga á náttúru Íslands, umhverfismálum, sjálfbærni, búvísindum og matvælaframleiðslu.Náttúran er einstök.

Edda Ívarsdóttir
Edda Ívarsdóttir

„… gaf mér styrk til að taka stökkið út í framhaldsnám og kynnast ótrúlega fjölbreyttum hópi fólks“

„LBHÍ er með ótrúlega góð tengsl við flotta háskóla víða um heim og eftir að ég kláraði BS-námið hér komst ég inn í draumaframhaldsdnámið í Lundi.“

Starfsmenntanám

Grunnnám BS

Framhaldsnám MS

Fjarnám

Landbúnaðarháskóli Íslands býður upp á vandaðar fjarnámslausnir í flestum námsgreinum háskóladeilda. Þetta veitir nemendum mikið frelsi til að stunda námið óháð staðsetningu. Allir fyrirlestrar í staðnámi eru teknir upp og fjarnámsnemar vinna öll sömu verkefni og staðarnemar. Skyldumæting er í verklegum vikum en að öðru leyti er engin mætingarskylda í fjarnámi.