Silja Yraola

„… við erum alltaf í sambandi þó við hittumst bara nokkrum sinnum á ári“

„Frábærir fjarnámsmöguleikar við skólann hafa gert mér kleift að stunda námið af krafti þó ég hafi verið stödd annars staðar á landinu, jafnvel á ferðalagi erlendis.“

Landbúnaðarháskóli Íslands er mennta- og rannsóknastofnun á sviði náttúrunýtingar og umhverfisfræða. Áhersla er lögð á verndun og sjálfbæra nýtingu auðlinda landsins, skipulagsmál, menningu og sjálfbæra þróun. Skólinn veitir fræðslu og vísindalega þjálfun fyrir fagfólk í landbúnaði og skyldum greinum. Námið er fjölbreytilegt og vandað en við skólann eru einnig stundaðar öflugar rannsóknir. 

Skólinn er lítill og það markar honum sérstöðu meðal háskóla á Íslandi. Andrúmsloft kennslunnar er persónulegt, félagslífið er öflugt og rík hefð er fyrir því að nemendur vinni sameiginlega að úrlausn verkefna bæði innan skólans og utan.

Deildir LbhÍ eru staðsettar á Hvanneyri, Reykjum í Ölfusi og á Keldnaholti í Reykjavík. Á Hvanneyri gefst nemendum kostur á að búa á nemendagörðum sem bjóða upp á húsnæði sem spannar allt frá einstaklingsherbergjum upp í fjögurra herbergja íbúðir. Í þorpinu er góður leikskóli og yngri deildir grunnskóla.

Umhverfisskipulag

Umhverfisskipulag er BS-nám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum.

Umhverfi þarf að vera þannig að fólki líði vel við leik og störf. Góð íbúðasvæði með samspili bygginga og opinna svæða auka á vellíðan og heilbrigði fólksins. Gott skipulag landnotkunar í þéttbýli og dreifbýli er mikilvægt fyrir þá sem búa á viðkomandi stað, enda hafi hönnuðir haft samspil náttúru, íbúa og hönnunar að leiðarljósi. Um leið þurfa þeir að leggja áherslu á sjálfbærni, vistvæna nálgun auk sérstöðu náttúru og samfélags. Umhverfið mótar manninn. Áhrif hans á það sem honum er næst geta verið umtalsverð. Þar má ekki kasta til höndum. 

„… veitti mér mikinn stuðning þegar ég var að ákveða hvað ég vildi gera við líf mitt“

„Valfrelsið sem ég fékk innan námsbrautarinnar gaf mér tækifæri á að móta mína eigin framtíð sjálfur og finna þannig það sem ég vil vinna við eftir útskrift.“

Johann Már Berry
Johann Már Berry

„… veitti mér mikinn stuðning þegar ég var að ákveða hvað ég vildi gera við líf mitt“

„Valfrelsið sem ég fékk innan námsbrautarinnar gaf mér tækifæri á að móta mína eigin framtíð sjálfur og finna þannig það sem ég vil vinna við eftir útskrift.“

Námsleiðir

Fjarnám

Landbúnaðarháskóli Íslands býður upp á vandaðar fjarnámslausnir í flestum námsgreinum háskóladeilda. Þetta veitir nemendum mikið frelsi til að stunda námið óháð staðsetningu. Allir fyrirlestrar í staðnámi eru teknir upp og fjarnámsnemar vinna öll sömu verkefni og staðarnemar. Skyldumæting er í verklegum vikum en að öðru leyti er engin mætingarskylda í fjarnámi.

Þuridur Lilly Sigurðardóttir

„… gaf mér frelsi til að blómstra“

„Árin mín á Hvanneyri hafa gefið mér svo margar frábærar stundir, opnað mér ótal dyr og er virkilega góður stökkpallur áfram út í lífið.“